Skiptibílar fyrir viðskiptavini!

Skiptibílar eru fyrir viðskiptavini Brimborgar sem eru með bíl á langtímaleigu. Þeim stendur til boða að skipta tímabundið um bíl á mjög hagstæðum kjörum. Til dæmis:

  • Þegar vantar með króki eða skíða/hjólafestingum í ferðalagið
  • Þegar rafbílaleigjendur þurfa að skipta yfir á jarðefnaeldsneytisbíl tímabundið
  • Þegar vantar sjö manna bíl í stuttan tíma
  • Þegar vantar fjórhjóladrifinn bíl á nagladekkjum

Ferlið er einfalt

Þú setur inn óskir um tegund og tímabil fyrir skiptibíl hér á vefnum.
Við höfum svo samband og látum þig vita hvort að bíllinn sem þú óskaðir eftir sé laus.
Þú þarft ekki að skila inn gamla bílnum á meðan þú ert með skiptibílinn. 
Athugaðu að takmarkað magn skiptibíla er í boði fyrir hverja dagsetningu, svo hér gildir að fyrstur kemur, fyrstur fær!