Hraðhleðslunet Brimborgar
|
|
|
|
|
|
Ódýrari og auðveldari hraðhleðsla rafbíla
Brimborg opnar hraðhleðslu fyrir alla rafbílanotendur með auðveldu aðgengi með e1 appinu og á hagstæðara verði fyrir viðskiptavini Brimborgar. Það er einfalt ferli fyrir rafbílanotendur að fá aðgang að hraðhleðslu Brimborgar og með einu aukaskrefi geta viðskiptavinir Brimborgar óskað eftir sérkjörum:
- Þú hleður niður e1 appinu
- Þú sendir okkur tölvupóst (sjá neðar á þessari síðu) til að sækja um sérstök hleðslukjör hjá Brimborg
Þegar þú hefur hlaðið niður e1 appinu getur þú tengt við appið hvaða hleðslulykil (RFID) sem þú átt nú þegar eða fengið hleðslulykil hjá Brimborg ef þú kýst það frekar.
Almennt verð fyrir kWh af raforku, tengigjald og tímagjald á hleðslustöðvum Brimborgar er sýnilegt í e1 appinu. Sérkjör eru einnig sýnileg í e1 appinu.
Jafnasel í Breiðholti
- Jafnasel 6 í Breiðholti (Við MAX1 og Vélaland, nálægt Krónunni og Sorpu). Tvær stöðvar, fjögur CCS tengi.
- Heildarafköst 60 kW, tvö CCS tengi.
- Heildarafköst 80 kW, tvö CCS tengi.
Hádegismóar 8 í Árbæ
- Hádegismóar 8 í Árbæ (Á stæði við Velti, Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar).
- Heildarafköst 100 kW, tvö CCS tengi.
Bíldshöfði 6 á Höfða
- Bíldshöfði 6 á Höfða (Á sölustæði notaðra bíla við Brimborg).
- Heildarafköst 100 kW, tvö CCS tengi.
- Bíldshöfði 6 á Höfða (Á stæði við Polestar, Ford og Volvo).
- Heildarafköst 50 kW, tvö CCS tengi. Opnar 10. júlí 2023.
Axarhöfði á Höfða
- Axarhöfði (Á stæði við Mazda, Peugeot, Citroën og Opel Axarhöfðamegin).
- Heildarafköst 50 kW, tvö CCS tengi. Opnar 10. júlí 2023.
Flugvellir 8 í Reykjanesbæ
- Flugvellir 8 í Reykjanesbæ (Nálægt slökkvistöðinni, stutt frá flugvellinum)
- Heildarafköst 600 kW, 8 CCS tengi. Væntanleg.
Sérkjör fyrir eigendur og leigjendur bíla frá Brimborg
Sendu okkur tölvupóst frá netfanginu sem þú notaðir í appinu. Settu í póstinn eftirfarandi upplýsingar til að fá sérkjör.
Sendu tölvupóst á brimborg@brimborg.is
- Fornafn
- Eftirnafn
- Kennitala
- Netfang sem þú notar í e1 appinu
- Farsími
- Bílnúmer
- Bíltegund (Volvo, Ford, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot, Opel, Volvo Trucks)