Upplýsingar

Langtímaleiga á bíl er í boði hjá Brimborg bílaleigu sem er í hópi stærstu bílaleiga á Íslandi. Bílamerki Brimborgar, Ford, Mazda, Citroën, Opel, Volvo, Polestar og Peugeot eru í boði í langtímaleigu hjá Thrifty bílaleigu.

Kostir langtímaleigu

Langtímaleiga á bíl er góður kostur fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Leigutaki greiðir mánaðarlegt gjald og öll þjónusta er innifalin.

Tryggingar

Kaskótrygging er innifalin í leiguverði og er ábyrgðar- og kaskótrygging. Hægt er að lækka sjálfsábyrgð og auka tryggingarvernd með kaupum á Premium tryggingu.

Fyrirtækjalausnir

Langtímaleiga fyrir fyrirtæki er í boði hjá Brimborg langtímaleigu. Við bjóðum upp á hagkvæmar lausnir fyrir fyrirtæki af öllum stærðum.

Opnunartími

Opnunartími er mismunandi eftir árstíðum.

Reykjavík
Keflavík
Akureyri

Reykjavík, Bíldshöfði 8

Sumartími: (Frá 1. maí til 30. september.)

Virkir dagar:
Mán.: 08:00 - 17:00
Laugardagar:
Lokað
Sunnudagar:
Lokað

Vetrartími: (Frá 1. október til 30. apríl.)

Virkir dagar:
10:00-17:00
Laugardagar:
Lokað
Sunnudagar:
Lokað

Skilmálar

Skilmálarnir okkar eru skýrir og einfaldir.

Við hvetjum viðskiptavini okkar að vera búin að kynna sér skilmálana okkar hér að neðan áður en bílaleigubíllinn er sóttur.

Algengar spurningar

Hvað er innifalið í langtímaleigu á bíl?

  • Föst mánaðarleg greiðsla.
  • Bifreiðagjöld.
  • 1.500 km í akstur á mánuði eða 18.000 km á ári. Þú getur valið auka km eftir þínum þörfum.
  • Dekkjaskipti að vori og hausti. Viðskiptavinur getur valið nagladekk í stað vetrardekkja honum að kostnaðarlausu.
  • Þjónustuskoðun á 12 mánaða fresti skv. þjónustuáætlun bíls.
  • Ótakmarkaðir ökumenn, 21 árs eða eldri. 
  • Lánsbíll án endurgjalds tímabundið ef leigutæki bilar, verður fyrir tjóni eða verður óökufært samkvæmt skilyrðum skilmála.
  • Ábyrgðar og kaskótrygging með tiltekinni sjálfsábyrgð. Hægt er að bæta við tryggingum.

Hvað er verðið á auka kílómetrum?

Akstur á Langtímaleigu 2023.

Innifalinn akstur í langtímaleigu er 1.500 km á mánuði eða 15.000 km á ári. 

Hægt er að kaupa umsamda umframkílómetra á mánuði.

  Fólksbílar Jeppar, Fjölsæta og Sendibílar Rafmagnsbílar
1500 km/mán Innifalið Innifalið Innifalið
1750 km/mán 2.500 kr/mán 3.500 kr/mán 2.500 kr/mán
2000 km/mán 5.000 kr/mán 7.000 kr/mán 5.000 kr/mán
2250 km/mán 9.750 kr/mán 14.250 kr/mán 9.750 kr/mán
2500 km/mán 14.750 kr/mán 21.250 kr/mán 14.750 kr/mán

Ökumenn í æfingarakstri

Einstaklingum býðst að fá akstursleyfi fyrir börn sín á langtímaleigubíl. Greitt er fyrir ökumenn í æfingarakstri 3.900 kr á mánuði.  Ökumenn mæta á skrifstofuna ásamt leigutaka með ökuskírteini sitt. Leigutaki ber ábyrgð á þeim ökumönnum sem eru skráðir á leigusamning hans. Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við langtimaleigaabil@langtimaleigaabil.is.

Umfram akstur í leigutæki

Þarft þú fleiri en 3000 kílómetra á tímabilinu? Ekkert mál, þú getur bætt við fleiri umsömdum umframkílómetrum við afhendingu. Umsamdir umframkílómetrar sem keyptir eru fyrirfram kosta 19 kr/km fyrir fólksbíla og rafmagnsbíla, 29 kr/km fyrir litla jeppa og fjölsæta bíla.

Ef bílnum er skilað og búið er að keyra fleiri kílómetra en þá sem voru umsamdir á samningnum gildir verð fyrir óumsamda umframkílómetra. Óumsamdir umframkílómetrar sem greiddir eru eftir að bílnum er skilað kosta 49 kr/km fyrir fólksbíla og rafmagnsbíla, 59 kr/km fyrir litla jeppa og fjölsæta bíla.

Við biðjum til viðskiptavina að fylgjast vel með akstrinum. Ef þú ert að fara fram yfir kílómetrafjöldann sem þú varst búin að semja um í upphafi leigunnar endilega hafðu samband við okkur til að bæta við kílómetrum. 

Hvaða leigutími er í boði?

Hægt er að taka bíl á leigu í 12, 24 og 36 mánuði. 
Lágmarksleigutími er 12 mánuðir af nýjum bílum frá Brimborg.

Á notuðum bílum frá Brimborg er lágmarksleigutími 12 mánuðir.

Leigutími Vetrarleigu er breytilegur hverju sinni.
Hann er einnig sveigjanlegri og því auðveldar að semja um hann.

Hvernig fer greiðsla fram?

Einstaklingar : Greiðsla fer eingöngu fram í gegnum kreditkort. Viðskiptavinur skal framvísa gildu ökuskírteini og kreditkorti í sínu nafni við afhendingu bílsins. Sýndarkort eins og í gegnum Apple Pay eru ekki tekin gild. Við upphaf leigu greiðir viðskiptavinur fyrsta mánuðinn og svo einn mánuð í tryggingu. Trygging er endurgreidd við lok leigutímabilsins ef ökutæki er tjónlaust og ekkert útistandandi. Sé bifreið skilað áður en samningstíma er lokið af einhverri ástæðu er trygging ekki endurgreidd.

Fyrirtæki : Fyrirtækjum býðst kostur á að sækja um reikningsviðskipti við Brimborg ehf.



Ívilnun rafbíla

Ívilnun samkvæmt RSK. Leiguverð rafbíla hækkar um 24% þegar virðisaukaívilnun á útleigu rafbíla fellur niður 31.12.2023. Allir samningar hækka þá óháð því hvort þeir voru gerðir fyrir þann tíma.

Hvar þjónusta ég bílinn?

Það er alltaf hægt að hafa samband beint við bílaleiguna varðandi þjónustu og eins er hægt að senda póst á netfangið langtimaleiga@langtimaleigaabil.is

Brimborg notast við Noona appið og er viðskiptavinum frjálst að bóka tíma þar, bæði á Max1 stöðvum eða á umboðsverkstæði viðeignadi bíls.