Algengar spurningar

Hvað er innifalið í langtímaleigu á bíl?

  • Föst mánaðarleg greiðsla.
  • Bifreiðagjöld.
  • 1.500 km í akstur á mánuði eða 18.000 km á ári. Þú getur valið auka km eftir þínum þörfum.
  • Dekkjaskipti að vori og hausti. Viðskiptavinur getur valið nagladekk í stað vetrardekkja honum að kostnaðarlausu.
    Dekkjaskipti eru í boði tvisvar á ári.
  • Þjónustuskoðun á 12 mánaða fresti skv. þjónustuáætlun bíls.
  • Ótakmarkaðir ökumenn, 21 árs eða eldri. 
  • Lánsbíll án endurgjalds tímabundið ef leigutæki bilar, verður fyrir tjóni eða verður óökufært samkvæmt skilyrðum skilmála.
  • Ábyrgðar og kaskótrygging með tiltekinni sjálfsábyrgð. Hægt er að bæta við tryggingum.

Hvað er verðið á auka kílómetrum?

Akstur á Langtímaleigu 2024.

Innifalinn akstur í langtímaleigu er 1.500 km á mánuði eða 18.000 km á ári. 

Hægt er að kaupa umsamda umframkílómetra á mánuði.

  Fólksbílar Jeppar, Fjölsæta og Sendibílar Rafmagnsbílar
1500 km/mán Innifalið Innifalið Innifalið
2000 km/mán 15.000 kr/mán 15.000 kr/mán  15.000 kr/mán
2500 km/mán 19 kr per km/mán 29 kr per km/mán 29 kr per km/mán

Ökumenn í æfingarakstri

Einstaklingum býðst að fá akstursleyfi fyrir börn sín á langtímaleigubíl. Greitt er fyrir ökumenn í æfingarakstri 3.900 kr á mánuði.  Ökumenn mæta á skrifstofuna ásamt leigutaka með ökuskírteini sitt. Leigutaki ber ábyrgð á þeim ökumönnum sem eru skráðir á leigusamning hans. Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við langtimaleigaabil@langtimaleigaabil.is.

Umfram akstur í leigutæki

Þarft þú fleiri en 3000 kílómetra á tímabilinu? Ekkert mál, þú getur bætt við fleiri umsömdum umframkílómetrum við afhendingu. Umsamdir umframkílómetrar sem keyptir eru fyrirfram kosta 19 kr/km fyrir fólksbíla og rafmagnsbíla, 29 kr/km fyrir litla jeppa og fjölsæta bíla.

Ef bílnum er skilað og búið er að keyra fleiri kílómetra en þá sem voru umsamdir á samningnum gildir verð fyrir óumsamda umframkílómetra. Óumsamdir umframkílómetrar sem greiddir eru eftir að bílnum er skilað kosta 49 kr/km fyrir fólksbíla og rafmagnsbíla, 59 kr/km fyrir litla jeppa og fjölsæta bíla.

Við biðjum til viðskiptavina að fylgjast vel með akstrinum. Ef þú ert að fara fram yfir kílómetrafjöldann sem þú varst búin að semja um í upphafi leigunnar endilega hafðu samband við okkur til að bæta við kílómetrum. 

Hvaða leigutími er í boði?

Hægt er að taka bíl á leigu í 12, 24 og 36 mánuði. 
Lágmarksleigutími er 12 mánuðir af nýjum bílum frá Brimborg.

Á notuðum bílum frá Brimborg er lágmarksleigutími 12 mánuðir.

Leigutími Vetrarleigu er breytilegur hverju sinni.
Hann er einnig sveigjanlegri og því auðveldar að semja um hann.

Hvernig fer greiðsla fram?

Einstaklingar : Greiðsla fer eingöngu fram í gegnum kreditkort. Viðskiptavinur skal framvísa gildu ökuskírteini og kreditkorti í sínu nafni við afhendingu bílsins. Sýndarkort eins og í gegnum Apple Pay eru ekki tekin gild. Við upphaf leigu greiðir viðskiptavinur fyrsta mánuðinn og svo einn mánuð í tryggingu. Trygging er endurgreidd við lok leigutímabilsins ef ökutæki er tjónlaust og ekkert útistandandi. Sé bifreið skilað áður en samningstíma er lokið af einhverri ástæðu er trygging ekki endurgreidd.

Fyrirtæki : Fyrirtækjum býðst kostur á að sækja um reikningsviðskipti við Brimborg ehf.

Dekkjaskipti

Viðskiptavinum langtímaleigunar stendur til boða að skipta um dekk tvisvar á ári, þá á sumardekk yfir sumarmánuðina og á haustinn stendur svo til boða að skipta á annað hvort nelgd eða ónelgd vetrardekk. Ef viðskiptavinur þarf annarsskonar dekk en valið var um haustið þá bendum við viðskiptavinum á Skiptibílana hjá okkur en viðskiptavinum Brimborgar stendur til boða að taka þar bíl til leigu á sérstökum afslátta kjörum tímabundið.

Hvar þjónusta ég bílinn?

Það er alltaf hægt að hafa samband beint við bílaleiguna varðandi þjónustu og eins er hægt að senda póst á netfangið langtimaleiga@langtimaleigaabil.is

Brimborg notast við Noona appið og er viðskiptavinum frjálst að bóka tíma þar, bæði á Max1 stöðvum eða á umboðsverkstæði viðeignadi bíls.

Kílómetragjald Rafbíla

Við verð á rafmagns og tengiltvinnbílum bætist kílómetragjald.
Kílómetragjald rafmagnsbíla er 6 kr á km.
Kílómetragjald tengiltvinnbíla er 2 kr á km.